01.11.1971
Sameinað þing: 8. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2491 í B-deild Alþingistíðinda. (2679)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf tveggja varaþm. Annars vegar er það kjörbréf Einars Oddssonar sýslumanns, Vík í Mýrdal, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, sem óskað hefur verið að taki sæti hv. 1. þm. Sunnl., Ingólfs Jónssonar, sem liggur veikur í sjúkrahúsi.

Í öðru lagi kjörbréf Halldórs Kristjánssonar bónda á Kirkjubóli, 1. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, en óskað er, að hann taki sæti hv. 1. þm. Vestf., Steingríms Hermannssonar, sem verður um tíma erlendis í opinberum erindum.

Kjörbréfanefnd hefur ekkert við þessi kjörbréf að athuga og leggur til, að kosning þessara tveggja varaþm. verði metin gild og kjörbréf þeirra samþykkt.