24.04.1972
Neðri deild: 65. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í C-deild Alþingistíðinda. (3170)

256. mál, sala Útskála í Gerðahreppi

Flm. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt nokkrum hv. þdm. að flytja hér frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja Útskála í Gerðahreppi, en eins og fram kemur í grg., þá er þetta frv. endurflutt nú, en á síðasta þingi frumflutt, þá að beiðni hreppsnefndar Gerðahrepps. Svo er og nú, og kemur það fram í grg., að hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu hefur óskað eftir því, að frv. verði endurflutt og væntanlega samþ. á þessu þingi.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um frv., en legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.