18.12.1971
Neðri deild: 31. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (320)

86. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Það er nú ljóst, hver er afstaða okkar sjálfstæðismanna til þessa frv. Því var lýst við 1. umr. og aftur nú við 2. umr. Það er þess vegna ekki meiningin hjá mér að þessu sinni að flytja ræðu í sambandi við þetta frv., heldur vil ég leyfa mér að leggja fyrir hæstv. forsrh. fsp. um skilning á einni gr. frv. Það er 31. gr., sem hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Stjórn Byggðasjóðs er heimilt að greiða landshlutasamtökum sveitarfélaga af fé sjóðsins sem svarar 3/4 hlutum af árslaunum sérmenntaðs manns í undirbúningi og gerð landshlutaáætlana, að því tilskildu, að viðkomandi landshlutasamtök hafi slíkan mann í þjónustu sinni.“

Við þm. Sunnl. vorum í morgun á fundi með stjórn Sveitarstjórnasambands Suðurlandskjördæmis, og okkur kom saman um, að það bæri að skilja þessa gr. þannig, að þessir 1/4 hlutar af launum sérmenntaðs manns væru greiddir auk alls kostnaðar við áætlanagerðina. Og það er það, sem ég vil spyrja hæstv. forsrh. um: Er ekki þessi skilningur okkar réttur, að landshlutaáætlanir verði gerðar á kostnað Framkvæmdastofnunarinnar, og auk þess verði 1/4 hlutar af launum sérmenntaðs manns greiddir til landshlutasamtakanna?