12.05.1972
Sameinað þing: 67. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í D-deild Alþingistíðinda. (3699)

226. mál, menntun fjölfatlaðra

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. um menntun fjölfatlaðra á þskj. 475. Nefndin hefur ákveðið að fenginni umsögn fræðslumálastjóra og Öryrkjabandalags Íslands að mæla með því, að till. verði samþ. með svofelldri breytingu:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að athuga möguleika á lagasetningu um ráðstafanir til að bæta menntunaraðstöðu fjölfatlaðra barna og unglinga.“