18.05.1972
Sameinað þing: 74. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í D-deild Alþingistíðinda. (3857)

140. mál, mennta- og vísindastofnanir utan höfuðborgarinnar

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar þáltill. á þskj. 203, um dreifingu menntastofnana og eflingu Akureyrar sem miðstöðvar mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar. Að fengnum umsögnum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, bæjarstjórnar Akureyrar, Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssambands Norðlendinga, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Framkvæmdastofnunar ríkisins mælir allshn. með samþykkt tillögunnar.