20.12.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

1. mál, fjárlög 1972

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Í fyrra voru samþ. hér lög um sérfræðilega aðstoð fyrir þingflokka. Í þessum lögum segir, að á fjárlögum skuli hverju sinni ákveða hve miklu fé beri að verja til aðstoðar þingflokkum samkv. lögum þessum. Í fyrra voru áætlaðar í þessu skyni 3.4 millj. kr. Aðalforsetar og varaforsetar leggja hér til á þskj. 271, að á næsta ári verði varið í þessu skyni 3 millj. 570 þús. kr. Er það 5% hækkun með tilliti til aukins kostnaðar.