10.02.1972
Neðri deild: 40. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (549)

132. mál, Jarðeignasjóður

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 185 er frv. til l. um breyt. á lögum um Jarðeignasjóð. Frv. þetta var flutt í hv. Ed. og hefur verið afgreitt frá deildinni shlj.

Ástæðan til þess, að þetta frv. er flutt, er sú, að við athugun þá, sem gerð hefur verið á stöðu þeirra bænda í landinu, sem verst eru settir, hefur komið í ljós, að nauðsyn ber til að opna þessi lög og heimila Jarðeignasjóði að kaupa jarðir af þeim bændum, sem þess óska, til þess að tryggja það, að þeir geti haldið búskap sinum áfram, og er þá gert ráð fyrir því, að þeir hafi lífstíðaráhúð á jörð þeirri, sem þeir selja, og rétt til að endurkaupa hana, ef hagur þeirra batnar. Formið fyrir slíkum viðskiptum er að finna í lögum um Kreppulánasjóð, sem starfaði hér á árunum 1930–1940.

Það var skipuð nefnd af fyrrv. landbrh. 19. marz s.l., og hún vann að athugun á þessu máli og lauk störfum sínum í haust. Í framhaldi af því var svo ný nefnd skipuð, sem hefur framkvæmd á þessum málum á þann veg, sem fyrri nefndin lagði til. Og samkv. ósk þeirrar nefndar hefur þetta frv. verið flutt.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. landbn.