07.02.1973
Neðri deild: 47. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í B-deild Alþingistíðinda. (1435)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (GilsG):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 6. febr. 1973.

Samkvæmt beiðni Eðvarðs Sigurðssonar, 8. þm. Reykv., sem nú dvelst erlendis, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að fyrsti varamaður Alþb. í Reykjavík, Jón Snorri Þorleifsson trésmíðameistari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Ragnar Arnalds,

form. Alþb.“

Jón Snorri Þorleifsson hefur áður tekið sæti á þingi á þessu kjörtímabili, og þarf því ekki að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans. Býð ég hann velkominn til starfa.