08.03.1973
Neðri deild: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2444 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

23. mál, framkvæmd eignarnáms

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Ég á sæti í hv. allshn., sem afgreiðir þetta mál til þessarar umr., og hef skrifað undir sameiginlegt nál., en áskil mér eins og aðrir einstakir nm. rétt til að flytja eða fylgja brtt. Ég hef notað mér þennan rétt með því að leggja fram á þskj. 328 brtt. við frv., 12. gr. og 14. gr. Þar er um að ræða greinar, sem ég tel óaðgengilegar út frá sjónarmiðum fasteignaeigenda og eignarréttar, og tel því rétt, að hluti af 12. gr. falli niður og 14. gr. í heild sinni. Ég mun hins vegar ekki á þessu stigi málsins útskýra þessar brtt. mínar efnislega né heldur fara hér út í fræðilegar hugleiðingar um eignarréttinn, þótt hann hafi mjög borið á góma, bæði í dag og eins áður í þessari hv. d., þannig að ég mun nú við þessa umr. draga brtt. mína til baka til 3. umr.