21.03.1973
Neðri deild: 67. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2678 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

206. mál, kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum

Frsm. 1. minni hl. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Það hefur ekki gefizt mikill tími til að ræða þetta frv., en félmn. beggja d. héldu fund strax að loknum deildarfundi hér um kl. 6 og fengu á þennan fund Ingólf Stefánsson frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Ingólf Ingólfsson frá Vélstjórafélaginu og frá Sjómannasambandinu þá Jón Sigurðsson og Pétur Sigurðsson. Það, sem rætt var á þessum fundi, var fyrst og fremst það, hvort hlutfallslega væri meiri hækkun, sem yfirmennirnir fengju miðað við það frv., sem hér liggur fyrir, eða undirmenn á togaraflotanum miðað við þá samninga, sem voru gerðir við þá. Það var svo gert fundarhlé að beiðni hv. þm. í n., og voru þeir fengnir hæstv. félmrh. og hæstv. sjútvrh. og enn fremur sáttasemjararnir Torfi Hjartarson fyrrv. tollstjóri, Ragnar Ólafsson hrl. og Guðlaugur Þorvaldsson prófessor. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum á fundinum, kom fram, að sú hlutfallslega hækkun, sem felst í þessu frv., mundi vera sízt meiri en eftir þeim samningum, sem gerðir voru við undirmenn á togaraflotanum.

Félmn. Nd. gat ekki orðið sammála um af. greiðslu frv. Við hv. 2. þm. Sunnl., Ágúst Þorvaldsson, og hv. 10 landsk. þm., Garðar Sigurðsson, leggjum til, að frv. verði samþ. óbreytt, en hv. 5. þm. Reykv. og 11. landsk. þm. munu koma hér með sérálit og hv. 7. þm. Reykv. mun skila séráliti.