26.03.1973
Neðri deild: 70. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2782 í B-deild Alþingistíðinda. (2135)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Ég skal ekki fara að deila um stjórnsemi þessa hv. 7. þm. Reykv. Hún var ekki svo merkileg í þau 15 ár, sem hann sat í ráðherrastólnum, að það sé ástæða til að reikna með henni, eftir að hann er farinn þaðan. En ég vildi bara segja honum það, að frá 1970–1973 hafa atvinnutekjur kvæntra verkamanna, sjómanna, iðnaðarmanna hækkað um 37.3%. Þar getur hann séð m. a., hvert þjóðartekjurnar hafa farið, hvar aukningin hefur orðið á þessum tveimur árum. Þeim hefur verið skipt á milli atvinnurekstrar og þegnanna og það þýðir ekkert að vera með tómar hrakspár, eins og þessir hv. þm. hafa haldið uppi s. l. tvö ár.