04.04.1973
Neðri deild: 75. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3038 í B-deild Alþingistíðinda. (2427)

73. mál, búfjárræktarlög

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr., hafði komið ósk um það, að 4. gr. sérstaklega yrði athuguð til samræmingar. Ég hef haft samband við landbn. um þetta og hefur nefndin orðið ásátt um að flytja svo hljóðandi brtt. við 4. gr.:

Í stað orðanna „þeir skulu hafa lokið háskólaprófi í búfjárrækt og hafa sérþekkingu á þeirri búfjárræktargrein, er þeir starfa við“. Í 1. mgr. komi: „Þeir skulu hafa lokið kandídatsprófi í búfræði og að auki vera sérmenntaðir í búfjárrækt:

Þar sem þessi brtt. er skrifl. og of seint fram borin, óska ég þess við hæstv. forseta, að hann leiti afbrigða um till.