22.11.1972
Neðri deild: 17. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

16. mál, Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég held, að það væri skynsamlegt allra hluta vegna að fresta 3. umr. að þessu sinni, þannig að þingforsetum og þingflokksformönnum gefist kostur á að ræða þann vanda, sem hér er upp kominn. Ég skal heita hæstv. forseta því fyrir mína hönd, — og ég veit, að mér er þar óhætt að tala fyrir hönd míns flokks, — að við munum enga tilraun gera til þess að bregða fæti fyrir það, að málið komist út úr d. á eðlilegum tíma, þannig að það geti fengið algerlega eðlilega meðferð í hv. Ed., þótt svo færi, að 3. umr. málsins yrði frestað nú í dag.