13.12.1972
Neðri deild: 23. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1172 í B-deild Alþingistíðinda. (890)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Sá samanburður, sem hæstv. fjmrh. gerði á þeim afgangstekjum sveitarfélaganna, sem varið er til framkvæmda á árunum 1971 og 1972, gefur mér tilefni til þess að standa hér upp og gera smáaths. Ég vil frekar fresta umr., ef hæstv. fjmrh. má ekki vera að því að vera hér inni. Það kom fyrir hér við umr. utan dagskrár, að hæstv. heilbrmrh., Magnús Kjartansson, sá ástæðu til þess að fara í ræðustól og lýsa því yfir, að það væri óþinglegt að ræða utan dagskrár þá efnahagsörðugleika, sem steðja að þjóðinni. Síðan, þegar hann var spurður um afstöðu til þeirra mála, lýsti hann því yfir, að hann væri ekki staddur hér í hinu háa Alþ. til þess að láta spyrja sig út úr, og hefur ekki sézt í þingsalnum síðan og raunar hvorugur þeirra hæstv. ráðh. Alþb. Það er orðinn viðburður, ef þeir sjást í þingsölum. Ég óska frekar eftir því, ef ske kynni, að hæstv. fjmrh. vildi svara spurningum, að umr. væri frestað ef það er hægt.