26.02.1974
Neðri deild: 67. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2354 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

152. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. minni hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fulltrúar Sjálfstfl. og Alþfl. í fjh.- og viðskn. mæla með brtt. þeim, sem form. n. flytur og hefur nú gert grein fyrir. Við teljum það tekjutap, sem ríkissjóður verður fyrir, ef brtt. þessar verða samþykktar ekki af þeirri stærðargráðu, að ástæða sé til sérstakrar tekjuöflunar þar á móti, frekar en vegna samþykktar frv. sjálfs, eins og fram kemur í nál. minni hl. fjh.- og viðskn. beggja deilda.