05.03.1974
Sameinað þing: 63. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2469 í B-deild Alþingistíðinda. (2285)

248. mál, brúargerð yfir Álftafjörð

Fyrirspyrjandi (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svörin. Þó að rannsóknum í þessu efni sé ekki lokið, virðast mér þær benda fyllilega til þess, að hentara verið að fara yfir fjörðinn heldur en fyrir hann. Það hefur sagt mér maður mjög kunnugur á þessum slóðum, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum, og sem lengi annaðist þarna póstferðir og þekkir þessa leið allra manna best í vondum veðrum að vetrarlagi, að hann telji útilokað að leggja öruggan veg fyrir fjörðinn, nema sá vegur yrði þá færður alveg niður undir sjó, niður að fjöruborði, og þá gefur auga leið, að þar þyrfti að vera um algera nýlagningu vegar að ræða og mjög dýra framkvæmd. En það er svo margt, sem þarf að rannsaka nú á tímum, áður en ráðist er í ákveðnar framkvæmdir, að ekki er hægt að kippa sér upp við það, þó að þarna þurfi að gera meiri rannsóknir, en ég legg áherslu á, að þær verði framkvæmdar og það sem fyrst.

Eins og ég áðan sagði, er Álftafjörður nú meginþröskuldurinn á allri þeirri leið, sem ég áðan nefndi, öllum Snæfellsnesvegi, sem svo er kallaður. Áskoranir og hvatningar streyma úr öllum áttum að hraða þessum athugunum og þessu verki, bæði frá viðkomandi sýslunefndum og öðrum aðilum. Ég vil því mega vænta þess, að undirbúningsrannsóknum öllum verði hraðað svo sem unnt er, fjár aflað og framkvæmdir hafnar hið allra