06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í B-deild Alþingistíðinda. (295)

10. mál, almenningsbókasöfn

Fyrirspyrjandi (Gils Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svör hans. Mér þykir að vísu miður, að svo virðist hafa til tekist um þá endurskoðun, sem fram fór árið 1971, að veigamiklar aths. hafa komið fram ein mitt frá þeim aðilum, sem áttu þó fulltrúa í þeirri n., sem endurskoðaði frv. Ég hef ekki tækifæri til þess að fara öllu fleiri orðum um þetta mál nú í fsp. tíma, en vil aðeins leggja á það áherslu, að hvað sem líður ágreiningi um einstök ákvæði frv. og þörf á að endurskoða það, þá held ég, að aðalatriðið nú sé að fá aukin fjárframlög til bókakaupa og þau þurfi að koma þegar á næsta ári, hvað sem endurskoðun frv. að öðru leyti líður.