06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 374 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

345. mál, störf Alþingis

Forseti (Eysteinn Jónsson) :

Út af ósk hv. þm. um það, að ég biðji hann afsökunar, vil ég taka það fram til að skýra, hvað gerðist hér á dögunum, að ég gaf honum orðið þegar að málinu kom á dagskránni, en rannsakaði ekki, hvort hæstv. forsrh. væri viðstaddur eða ekki. Ég veit ekki, hvort það telst skylda forseta, að hann láti fara fram rannsókn í hvert skipti á því, hvort viðkomandi ráðh. er viðstaddur. Ég tel það nokkuð vafasamt að taka slíka skyldu á mig, og skorast því undan að biðja afsökunar, því að ef ég gerði það, tel ég, að ég tæki á mig slíka skyldu, og það vil ég ekki gera.