06.05.1974
Efri deild: 117. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4213 í B-deild Alþingistíðinda. (3783)

158. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á l. um Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur verið rætt í félmn. N. sendi frv. til umsagnar landshlutasamtaka og Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Umsagnir bárust frá Fjórðungssambandi Norðlendinga, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, og voru þær umsagnir allar jákvæðar og meðmæltar frv. Frá húsnæðismálastjórn barst n. umsögn. Meiri hl. telur, að frv. þurfi frekari athugunar við, áður en það öðlist lagagildi. Hins vegar var sent afrit af till., sem fram kom, en hafði ekki hlotið þar meirihlutafylgi.

Eins og fram kemur í nál. á þskj. 821, höfðum við tveir nm., ég og hv. 5. þm. Vestf., sem er flm. þessa frv., óskað, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir. En eftir atvikum getum við fallist á það meirihlutasjónarmið, að frv. verði vísað til ríkisstj.