07.05.1974
Sameinað þing: 85. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4230 í B-deild Alþingistíðinda. (3808)

330. mál, mjólkursölumál

Fyrirspyrjandi (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Fsp. er á þskj. 764 og hljóðar svo: „Hverjar eru niðurstöður og/eða till. þeirrar n., er kannaði dreifingu og sölu mjólkur?“ Þetta er gamalkunnugt mál hér í þinginu, sem ég hef kryddað á fyrr á þessu kjörtímabili. Ég spurðist um það fyrr í vetur, hvað liði þessu máli, og nál., sem væntanlegt var. Þá leiddi hæstv. ráðh, hjá sér að skýra frá niðurstöðum n. á þeirri forsendu, að þær lægju ekki fyrir. Nú er mér tjáð, að tilgreind n. hafi fyrir alllöngu skilað áliti sínu og till. og fullt samkomulag hafi orðið í n. um þær till. Ég vænti því þess, að ráðh. geti skýrt frá þessum till. svo og fyrirhuguðum aðgerðum sínum eða stjórnvalda í framhaldi þar af.