08.05.1974
Efri deild: 126. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4340 í B-deild Alþingistíðinda. (3927)

Starfslok efri deildar

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Hæstv. forseti hefur nú tjáð okkur þdm., að þetta muni væntanlega verða síðasti fundur d. á yfirstandandi þingi, og þótt við höfum e.t.v. sumir þdm. sitthvað við að athuga aðdraganda þeirrar staðreyndar, ef verður, þá vil ég ekki láta það koma í veg fyrir að láta í ljós við hæstv. forseta miklar og góðar þakkir okkar þdm. fyrir ánægjulegt samstarf og lipurð hans í samskiptum við okkur þdm. í hvívetna. Við óskum honum og fjölskyldu hans allra heilla á komandi sumri og um alla framtíð. Ég vænti þess, að hv. þdm. staðfesti þessi orð mín og þakkir og óskir í gerð forseta okkar með því að rísa úr sætum. — [Þdm. risu úr sætum.]