15.11.1973
Efri deild: 21. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

93. mál, sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á fiskiskipum

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Út af fsp. hv. 5. þm. Vestf. vil ég geta þess, að að því er ég best veit eru 7 skip, sem var nokkurn veginn talið öruggt, að mundu klára sig af þeim skilyrðum, sem sett voru. Ég gat þess í fsp., sem hv. þm. Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstfl., gerði til mín í sambandi við þetta mál, að það mundi verða séð um, að útgerðarmönnum yrði ekki mismunað í þessu, ef þetta rækist á, og það yrði þá athugað á síðara stigi málsins, ef til kæmi.