27.11.1973
Sameinað þing: 24. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

375. mál, landkynningarstarfsemi

Fyrirspyrjandi (Heimir Hannesson) :

Herra forseti. Það eru tvær viðbótarfsp. til hæstv. samgrh., sem hljóða þannig:

„1. Hversu miklu opinberu fé er áætlað að ráðstafa til landkynningarstarfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins á næsta ári?

2. Hversu há er sú upphæð, er lögð hefur verið fram af íslenskri hálfu til að standa straum af kostnaði við norrænar kynningarskrifstofur í Bandaríkjunum og Þýskalandi á undanförnum þremur árum, og hversu miklu fé er áætlað að ráðstafa í því sambandi á næsta ári?“

Ég mun ekki hafa um það fleiri orð að þessu sinni, fyrr en hæstv. ráðh. hefur skýrt málið.