04.02.1975
Sameinað þing: 36. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1475 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

313. mál, rannsókn á virkjunarmöguleikum í Skjálfandafljóti

Fyrirspyrjandi (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. iðnrh. fyrir glögg svör. Ég vil enn fremur taka undir þau ummæli hans að ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að þessir virkjunarmöguleikar verði athugaðir fremur en orðið er. Það verður að teljast dálítið einkennilegt að svo ósamhljóma upplýsingar skuli koma frá þrem mismunandi stofnunum sem raun ber vitni.

Ég ætla ekki að hafa mörg orð hér um fleiri, en endurtaka það, sem ég benti á áðan, að þarna er ekki um mjög stóra virkjun að ræða og mér finnst fullkomin ástæða til, eins og málum er nú háttað í orkumálum okkar, að það verði vel að því gáð hvort virkjun á þessum stað leysir ekki einmitt á skynsamlegan hátt hluta af þeirri orkuþörf sem okkur er nú svo brýn.

Ég endurtek þakklæti mitt til iðnrh.