25.02.1975
Sameinað þing: 42. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

301. mál, söluskattur af innflutningsgjöldum

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Hugtakið framflutningsgjald, eins og það er í þessari fsp., er skilið á þann veg að hér sé um flutningsgjald af vöru að ræða sem leggst við vöruverð til viðbótar öðru flutningsgjaldi sem áður hefur verið reiknað inn í vöruverðið. Vöruflutningar eru undanþegnir söluskatti og hefur svo verið allt frá 1960. Nú í sumar voru upp- og útskipunargjöld einnig undanþegin söluskatti. Með hliðsjón af þessu verður sennilega að skilja fsp. þá, sem hér liggur fyrir, þannig, hvort unnt sé fyrir seljendur vöru að skilja kaupverð í sundur annars vegar í svokallað framflutningsverð og hins vegar í annað verð. Efni fsp, er þá nánast hvort unnt sé að nota hið svokallaða annað verð sem söluskattsstofn. Hitt er talið ógerlegt. Seljendur vöru hafa yfirleitt litla eða enga möguleika á því að greina hið svokallaða framflutningsverð frá heildarandvirði vöru.

Með hliðsjón af framansögðu hefur þetta mál ekki verið kannað sérstaklega og minna verður á, að allar undanþágur frá söluskatti gera eftirlit með þeim skatti erfiðara en ella, svo að þeim markmiðum, sem talið, er æskilegt að ná, verði helst að ná með öðrum hætti en fella niður söluskattinn.