10.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2242 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

166. mál, stofnfjársjóður fiskiskipa

1. Hve miklu er áætlað að afborganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa nemi á árinu 1975:

1) af togurum,

2) af öðrum fiskiskipum?

Svar: Neðangreindar tölur sýna afborganir og vexti af lánum hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Ríkisábyrgðasjóði og Byggðasjóði,en upplýsingar um greiðslur af öðrum lánum liggja ekki fyrir, en þar er um verulegar upphæðir að ræða.

1.1) afborganir um 700 millj. króna

vextir — 800 — —

1.2) afborganir um 600 millj. króna

vextir —300 — —

2. Hve miklu er talið að greiðslur úr Stofnfjársjóði fiskiskipa muni nema á árinu 1975 samkvæmt áætlunum, sem Þjóðhagsstofnun hefur gert um rekstrarafkomu fiskiskipa:

1) til togara,

2) til annarra fiskiskipa?

Svar: 2.1) Um 750 millj. króna, að auki greiðir útgerðin um 200 millj. króna af skiptu aflaverðmæti til Stofnlánasjóðs fiskiskipa, samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.

2.2) Um 1450 millj. króna.

3. Hve mikið er áætlað að renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa á árinu 1975 af óskiptu aflaverðmæti :

1) af hlut útgerðarinnar:

a) vegna togara,

b) vegna annarra fiskiskipa;

2) af hlut sjómanna:

a) vegna togara,

b) vegna annarra fiskiskipa?

Svar: Samkvæmt 2. og 3. gr. laga nr. 106/1974, um ráðstafanir í sjávarútvegi og um ráðstöfun gengishagnaðar, greiðir fiskkaupandi gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemur 15% fiskverðs eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins, þegar afli er seldur innanlands, og þegar fiskiskip selur afla erlendis, skal greiða 21% af brúttósöluverðmæti aflans til Stofnfjársjóðs fiskiskipa.

Ekki liggja fyrir áætlanir um, hversu mikils hluta af söluverðmætinu er aflað af skipum, sem afla fyrir kauptryggingu, og hversu mikill hluti af skipum, sem ekki hafa aflað fyrir kauptryggingu. Vegna þessa er ógerningur að svara framangreindri spurningu sundurliðaðri, en áætlað hefur verið að heildarinnstreymi til Stofnfjársjóðs fiskiskipa vegna þessara gjalda árið 1975 muni nema um 2 200 millj. króna.