12.03.1975
Neðri deild: 55. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (1866)

179. mál, sveitarstjórnarlög

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Áður en hv. 5. þm. Sunnl. tekur til máls, vil ég vekja athygli á því að gefnu tilefni, að hafi þm. beðið um orðið í málum sem ekki hefur tekist að ljúka umr. um á seinustu fundum, þá bið ég þá um að gera svo vel að endurnýja þá ósk sína til þess að tryggja að þeir verði ekki af tækifæri til að tala fyrir áhugamálum sínum í sambandi við dagskrármál.