15.04.1975
Sameinað þing: 63. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2911 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

338. mál, eftirstöðvar olíustyrks

Fyrirspyrjandi (Gunnlaugur Finnsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. viðskrh. fyrir þær upplýsingar sem hann hefur gefið okkur. Ég veit að fólk hnaut um þau ummæli í framsöguræðu hv. 4. þm. Reykn., sem ég vitnaði til hér áðan, þar sem talið var eðlilegt að eftirstöðvar olíustyrksins rynnu í Orkusjóð. Nú hefur hins vegar upplýst að þessi upphæð er miklum mun lægri en spáð var þar og ég raunar hafði líka heyrt. Þess vegna vil ég sérstaklega þakka fyrir þetta svar og að fólk getur nú gert sér grein fyrir hvernig staðan er.