22.04.1975
Sameinað þing: 67. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3113 í B-deild Alþingistíðinda. (2322)

199. mál, fjarskipti við Siglufjörð og talsamband milli Reykjavíkur og Norðurlands

Fyrirspyrjandi (Eyjólfur K. Jónsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka hæstv. samgrh. fyrir svar við þessari fsp. Ég er ánægður með það, að mér skilst, að metrabylgjustöð fyrir Norðurland muni verða sett upp í ár og að unnið er að því að virkja talsímasamband á milli Norðurlands og Suðurlands. Ég vona að ekki verði dráttur á þessum framkvæmdum, þrátt fyrir að við lifum nú á erfiðum tímum og þurfum víða að skera niður, þá verði a. m. k. þessar framkvæmdir ekki meðal þess sem þarf að fresta.