07.05.1975
Efri deild: 78. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3530 í B-deild Alþingistíðinda. (2673)

225. mál, Hússtjórnarkennaraskóli Íslands

Frsm. (Axel Jónsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. frv. til l. um Hússtjórnarkennaraskóla Íslands flyt ég brtt. við 2. gr. frv. Menntmn. þessarar hv. d. var þá búin að ganga frá nál. og brtt. við frv. um heimilisfræðaskóla þar sem nafni þeirra skóla er breytt í hússtjórnarskóla. Þess vegna er till. mín á þskj. 573 um að í 2. gr. frv., þar sem núna stendur í 2. málsgr. — „Kennaradeild býr nemendur undir kennslu í heimilisfræðum“ — þar komi í staðinn „heimilisfræðum“ orðið „hússtjórn“.