12.05.1975
Neðri deild: 85. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3940 í B-deild Alþingistíðinda. (3158)

265. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm. meiri hl. (Sverrir Hermannsson):

Virðulegi forseti. Við afgreiðslu þessa máls í hv. Ed. skilaði meiri hl. sjútvn. svo hljóðandi áliti:

„Nefndin mælir með samþykkt frv., en Jón Árm. Héðinsson og Stefán Jónsson munu gera í sérstöku nál. grein fyrir afstöðu sinni.“

Ég sýndi hv. þm. Garðari Sigurðssyni og hv. þm. Sighvati Björgvinssyni þennan afgreiðslumáta í hv. Ed. og þeir samþykktu hann, og þegar hv. þm. Garðar Sigurðsson segir að þeir hv. minnihlutamenn beri ekki ábyrgð á og standi ekki að afgreiðslu þessa máls, hvað svo sem standi í nál. frá Sverri Hermannssyni, þá er það álíka mikið að marka eins og allt annað sem hann sagði í ræðu sinni.