16.05.1975
Efri deild: 95. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4372 í B-deild Alþingistíðinda. (3645)

220. mál, atvinnuleysistryggingar

Forsrh. (Geir Hallgrímsson) :

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs, svo áliðið sem er fundar og fundartíma, ekki til þess að lengja umr., heldur aðeins til að lýsa afstöðu minni til þeirra till. sem hér hafa komið fram, annars vegar dagskrártill. og hins vegar till. hv. 2. þm. Vestf. sem lýst var áðan. Vil ég í því sambandi mæla með því að till. hv. 2. þm. Vesti., Steingríms Hermannssonar, verði samþ. og þar með brtt. við það frv. sem hér er til umr. um að gildistakan eigi sér stað frá og með 1. jan. 1976.

Ég tel að með samþykkt frv. sé skref stigið til þess að tryggja fleiri konum í landinu fæðingarorlof en nú hafa það og það geti ekki verið rök gegn frv. að það tryggi ekki öllum konum í landinu slíkt fæðingarorlof. Með samþykkt frv. fjölgar mjög þeim konum í landinu sem mundu njóta slíks fæðingarorlofs. Við höfum hins vegar núna um árabil unað því fyrirkomulagi að aðeins starfskonur hins opinbera hafa notið þessa réttar.

Um þá brtt., að gildistakan eigi sér ekki stað fyrr en um áramót, er það að segja að fjárráð Atvinnuleysistryggingasjóðs skerðast ekki á yfirstandandi ári og þegar fyrir liggur fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn á næsta ári, þá er unnt að gera ráðstafanir til þess að hann geti sinnt ætlunarverki sinu að öllu leyti jafnframt því sem hann tekur þetta verkefni að sér að því takmarkaða leyti sem nær til kvenna í launþegasamtökunum.

Það er eðlilegt, þar sem þetta er skref í átt til þess að tryggja fleiri og fleiri konum í landinu fæðingarorlof, að jafnhliða samþykkt slíks frv. sé samþykkt allsherjarkönnun á því hvernig haga megi þessum málum í framtíðinni og undir það vil ég gangast. Hins vegar þykir mér dagskrártill, ekki eins aðgengileg frá mínu sjónarmiði séð og ákvæði það til bráðabirgða sem gert er ráð fyrir samkv. till. hv. 2. þm. Vestf. Ég vil því mjög gjarnan verða við áskorun hv. þm. um að þdm. geti fallist á þessa málamiðlun og m. a. stytt þennan næturfund með þeim hætti, en um leið — og það er auðvitað aðalatriðið — stigið mikilvægt skref til þess að tryggja rétt kvenna að þessu leyti.