11.11.1974
Efri deild: 6. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

8. mál, almannatryggingar

Flm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Ég vil þakka þeim tveim hv. þm., sem hér hafa talað, fyrir stuðning þeirra við aðalefni þessa frv. Ég veit að hv. þm. Oddur Ólafsson misskildi mig viljandi þarna með afturhaldsöflin. því að vitanlega var ég þar að ræða um forsöguna að sjálfu tryggingakerfinu og þau afturhaldsöfl eru, sem betur fer geymd en ekki gleymd.

Ég ætla ekki að fara að gera neinn samanburð á því, ég gerði bað ekki i minni framsögu, hvaða flokkur hafi unnið best að tryggingamálum yfirleitt. Það mætti hins vegar benda á nokkurn samanburð 12 ára viðreisnarstjórnar og þriggja ára vinstri stjórnar í þessum efnum. Hygg ég að sá samanburður yrði ekki mjög óhagstæður mínum flokki, þótt við færum ekki einu sinni út í árafjöldann sem stjórnirnar sátu og þá viðmiðun sem af því gæti leitt. En það er rétt, þetta atriði náðist ekki fram undir stjórn fyrrv. heilbrrh. í vinstri stjórninni. Það náðist ekki fram, og ég dró enga dul á víss vonbrigði mín með það, að þetta réttlætismál hefði ekki náð fram að ganga, þó eftir því hefði verið ýtt allsterklega af okkur ýmsum sem vissum hvar skórinn kreppti að í þessum efnum. Ég verð að segja það, að eftir því sem hv. 2. þm. Vesturl., Jón Árnason, talaði hér hraustlega áðan um þennan samanburð, þá verð ég sannarlega að óska þeim sjálfstæðismönnum til hamingju með það, ef þeir fá alla sina óskalista framkvæmda undir eigin stjórn. En ég dreg það stórlega í efa, a.m.k. ef maður miðar við þá óskalista, sem þeir settu fram meðan vinstri stjórnin var.