17.12.1974
Neðri deild: 23. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

22. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Þetta mál hefur þegar hlotið afgreiðslu og samþykki Ed. Allshn. Nd. hefur athugað frv. og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess með einni breytingu. Það fólk, sem skal öðlast ríkisborgararétt samkv. þessu frv., var einnig talið upp í frv. sem var langt komið að afgr. á s.l. vori, en náði þá ekki afgreiðslu vegna óvæntra loka þingsins. Nefndir þingsins höfðu þá gert athugun á þeim, sem upp eru taldir í frv., og samþykkt að mæla með ríkisborgararétti þeim til handa.

Breytingin, sem allshn. Nd, leggur til að gerð verði, er þess efnis, að Touvina Sofia. sem er fædd í Sovétríkjunum, verði bætt við í frv., en nafn hennar mun hafa verið sett inn í fyrravor, en af einhverjum mistökum fallið niður. Þykir rétt að verða við þeirri ósk að taka hana aftur inn í frv., enda er þegar gert ráð fyrir því að hún fylgi með, sbr. brtt. við fjárlagafrv. sem lagðar hafa verið fram hér í þinginu.

N. er sem sagt sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. með þessari einu breytingu.