18.12.1975
Neðri deild: 38. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (1128)

105. mál, söluskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Á þskj. 128 er frv. til 1. um breytingu á söluskatti. Er gert ráð fyrir að til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga renni 8% af þeim 19 söluskattsstigum sem gert er ráð fyrir að renni til ríkissjóðs. Þær tillögur, sem gerðar eru í þessu frv., eru grundvallaðar á því að tilfærsla verði á verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaga sem nemur þeirri fjárhæð er 8% af 6 söluskattsstigum gæfu sveitarfélögum. Það hefur hins vegar orðið niðurstaðan að nægilegt væri að aðeins 8% af 5 söluskattsstigum renni til sveitarfélaganna og þau fái verkefni þar á móti. Hef ég leyft mér að flytja brtt. á þskj. 199, þar sem gert er ráð fyrir að 8% af 18 söluskattsstigum renni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, til samræmis við það frv. sem ég gat um hér áðan.

Ég sé ekki ástæðu til frekari útlistunar á brtt.