19.12.1975
Efri deild: 42. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

105. mál, söluskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Ég vil halda því fram að það sé misskilningur hjá hv. 12. þm. Reykv. að ríkissjóður sé þegar búinn að fá tekjur til þess að standa við greiðslur samkv. þeim verkefnum sem hér er um að ræða. Það eru tekjur ríkissjóðs 1976, sem ætlað er að standa undir þessum kostnaði. Þær tekjur eru færðar með því frv. sem hér er til umr., ef að lögum verður, yfir til sveitarfélaganna og þar með þau verkefni sem þessum tekjum hefur verið ætlað að standa undir.