20.12.1975
Sameinað þing: 38. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1593 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

1. mál, fjárlög 1976

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Nú á síðustu dögum þingsins hefur ríkissjóður tryggt sér tekjur svo að nemur milljörðum í neyslusköttum með því að viðhalda vörugjaldi er gefur ríkissjóði um þrjá milljarða og síðan söluskattsstigum. Það væri því að vonum að það væri vilji á Alþ. að hækka lítils háttar fremur en að skera niður lífeyristryggingar, og því segi ég já.