04.11.1975
Sameinað þing: 11. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

14. mál, raforkumál á Snæfellsnesi

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Hv. 4. þm. Vesturl. spurðist fyrir um Skógarstrandarlinu. Samkvæmt upplýsingum Rafmagnsveitnanna verður sú lina tengd þegar lokið er byggingu þeirrar aðveitustöðvar í Stykkishólmi sem ég gat hér um áðan. Rafmagnsveiturnar telja að býli á Skógarströnd geti því orðið tengd fyrir hátíðar. Ég tók fram að þessum tveim aðveitustöðvum, sem mjög er aðkallandi að byggja, og tengingu við þær ætti að verða lokið í lok þessa árs. Efni er að meiri hluta komið, en annað væntanlegt fljótlega. Standa því vonir til að þessar aðveitustöðvar verði báðar tilbúnar fyrir áramót og einnig verði lokið á sama tíma Skógarstrandarlinu og býlin þar tengd.