06.05.1976
Neðri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3718 í B-deild Alþingistíðinda. (3035)

251. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Ég skal ekki tefja þessa umr. úr hófi fram, en ég vil þó ekki láta þetta mál fara svo í gegn hér í d. að ég segi ekki um það örfá orð, ekki kannske síst vegna þess að ég hef nokkuð fylgst með því í gegnum hina margumtöluðu fiskveiðilaganefnd.

Ég geri ráð fyrir því að 1. flm. þessa frv. hafi Í framsögu fyrir því rakið þetta mál, hvernig það hefur gengið til. Ég vil hins vegar taka fram, af því að ég hef hvergi séð það í frv., — vel má vera þó að það sé þar, — að allir flm. að þessu frv., að ég held, höfðu fyrirvara um flutning eða stuðning við hugsanlegar brtt. sem fram kæmu. (Gripið fram í: Það var tekið fram.) Það var tekið fram, já ég þóttist vita það.

Í gildandi lögum í þessum efnum var ráð fyrir því gert að þessi lög yrðu endurskoðuð á árinu 1975, og eins og fram kemur í grg. með þessu frv. var skipuð n. í þetta mál á s. 1. ári. Fyrst og fremst var þar um að ræða Í byrjun nefndarmenn frá hagsmunasamtökum sjávarútvegsins, og síðan kom inn Í þetta n. sem var tilnefnd af þingflokkum hér á Alþ. Þegar þingmannanefndin svokallaða kom inn í þetta mál, þá var það ljóst strax að Í grundvallaratriðum var um mikinn ágreining að ræða, annars vegar meðal þm. margra a.m.k. og hins vegar þeirra nm. sem voru fyrir frá hagsmunaaðilum. Ég skal ekki rekja þetta hér að neinu marki, en það var sem sagt ljóst að veigamikil ágreiningsatriði komu þarna strax upp sem að vísu á síðara stigi tókst svo að samræma að verulegu leyti a.m.k í mörgum tilvikum, þannig að menn gátu orðið um það sammála að flytja þetta frv. hér á þingi, að vísu með fyrirvörum, því að það gengur svo til oftast að aldrei fá menn allt það sem þeir kysu, kannske allra síst þegar um er að ræða svo mikið þrætuspil sem hefur verið um að ræða á undanförnum árum þegar þessi mál hafa verið til umfjöllunar hér í þinginu

Það var sérstaklega eitt sem a.m.k. ég, þegar ég sá hugmyndir nm. frá hagsmunahópunum, var algerlega andvígur strax í upphafi, en það voru hugmyndir um það að 7 manna n. skipuð af aðilum þessara hagsmunahópa færi í raun og veru í meginatriðum með alla stjórn fiskveiðimála sem lyti að því sem hér er um að ræða. Með þessum hætti taldi ég a.m.k., og ýmsir fleiri voru þeirrar skoðunar, að með slíkri ákvörðun væri verið að taka úr höndum Alþ. þá stjórn og þau áhrif sem Alþ. á að mínu viti að hafa í sambandi við þessi mál eins og svo mörg önnur. En hér var um grundvallarágreining að ræða. Niðurstaðan varð sem sagt sú, eins og frv. ber með sér, að endanlega var um það sú samstaða sem hér birtist, að í grundvallaratriðum skyldi byggt í þessu frv. á nokkuð sömu meginsjónarmiðum og gildandi lög gera ráð fyrir. En auk þess komu upp í n. mjög andstæð sjónarmið um ýmis ákvæði sem ákveðin eru með reglugerð, og í mörgum tilvikum var þar um að ræða ágreiningsatriði sem útkljáð voru með atkvgr. Þess vegna eru nokkur þau reglugerðarákvæði, sem sett hafa verið og byggð á afstöðu meiri hl. þessarar fiskveiðilaganefndar, í andstöðu við það sem ég og sumir aðrir nm. töldu að gera ætti. En ég skal ekki fara að rekja það við þessar umr. Þar skiptust menn í meiri og minni hl. og síðan er það sjútvrh. að taka endanlega afstöðu.

Ég vil aðeins nefna hér í fyrsta lagi eins og stækkun möskva í botnvörpu. Núna í maí átti að taka gildi stækkun á þessum möskva úr 120 mm Í 135. Í reglugerð er gert ráð fyrir því að um næstu áramót, ef ég man rétt, fari möskvastærð í þessari tegund veiðarfæra upp í 150 mm. Ég ásamt nokkrum öðrum nm. var þeirrar skoðunar að það bæri að láta reyna á það fyrst hver reynsla yrði af 135 mm möskvastærð, áður en endanlega væri slegið föstu að hún skyldi verða 155 mm. M. a. byggði ég þetta sjónarmið mitt og kannske ekki síst á því að sérfræðingar þessara mála hjá Hafrannsóknastofnuninni töldu að enn, eða þegar þessi mál voru a.m.k. rædd í fiskveiðilaganefndinni, væri ekki komin fullkomin reynsla á það hvaða raun 135 mm möskvi gæfi annars vegar og hins vegar stækkun upp í 155 mm, eins og nú er gert ráð fyrir að taka upp. Það var sem sagt talið að enn hefðu ekki farið fram nægjanlegar tilraunir með 155 mm möskva til þess að óyggjandi væri að taka þá ákvörðun nú að réttlætanlegt væri að stækka hann svo mjög sem er þó gert með þessari ákvörðun.

Auk þess var ég þeirrar skoðunar að það ætti að breyta ákvæðum um hrygningarsvæði, færa þau til, fyrst og fremst kannske á Selvogsbankasvæðinu, og fara þar nær því áliti sem fiskifræðingar töldu sig hafa óyggjandi rök fyrir að væri mesta hrygningarsvæðið á þessum slóðum, en það var útsett á korti eins og þeir töldu að æskilegast væri að það væri látið gilda.

Það er augljóst mál að á undanförnum árum hefur verið mjög mikil tilhneiging í þá átt að þrengja mjög að þeim veiðisvæðum sem togarar hefðu til að leita á. Enn er í þessu frv. gengið mjög í sömu átt, a.m.k. hér á Selvogsbankasvæðinu, því að samkv. þessu frv. er togsvæðið frá gildandi löggjöf minnkað um nær helming frá því sem það er. Það er auðvitað augljóst að hin stóraukna togaraútgerð, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, hlýtur frekar að krefjast aukins svæðis fyrir þennan þátt fiskveiðanna heldur en öfugt. A.m.k. Í mínum huga ætti því að vera mjög til umhugsunar hvort ekki sé um of þrengt að þessum þætti veiðanna, þ.e.a.s. togaraflotanum, umfram það sem teljast má eðlilegt og allar röksemdir mæla með. En ég ætla ekki, a.m.k. ekki á þessu stigi máls, að hefja hér neinar þrætur eða deilur um það efni og læt það a.m.k. að svo komnu máli liggja á milli hluta.

Þriðja atriðið, sem snertir frv. sjálft, en ekki reglugerðarákvæði, var í sambandi við hið margumtalaða leyfakerfi. Nm. fiskveiðilaganefndar frá hagsmunahópunum vildu þar breyta til og innleiða nýtt leyfakerfi fyrir þær veiðar sem háðar eru leyfum. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi sýnt sig, ef á annað borð er talið nauðsynlegt, sem ég tel a.m.k. við þær kringumstæður sem við búum við í dag nauðsynlegt, að ýmsar veiðar séu háðar leyfum, þá tel ég að þeirri leið, sem farin hefur verið og mér vitanlega hafa ekki verið uppi a.m.k. háværar óánægjuraddir um, ætti að halda meðan ástæða er til þess að leyfakerfið sé í gildi.

Það er augljóst mál að í ástandi því, sem nú er komið upp í sambandi við þorskveiðar hvað frekast, þ.e.a.s. að svo miklar blikur eru á lofti að ástæða er til ekki bara að draga úr ásókn í þorskstofninn, heldur og ekki siður að reyna að gera ráðstafanir til þess að fylgja fram þeim lögum, sem í gildi eru, til þess að hafa einhvern hemil á veiðum og einnig að reyna að tryggja að það, sem úr sjónum kemur, sé nokkurn veginn frambærileg vara, þá er að mínu viti mjög nauðsynlegt að gera breytingar til þess að stemma stigu við þeirri herfilegu misnotkun sem ég vil telja að uppi sé höfð varðandi gildandi lög um netaveiðar. Það er öllum, að ég held, ljóst, hvort sem menn viðurkenna það opinberlega eða ekki, að mjög mikil brögð eru að því að ákvæði um hámarksnetafjölda, sem má vera með í sjó í hvert skipti, eru þverbrotin. Það er því full ástæða til og þörf að gera til þess ráðstafanir að herða svo eftirlit í þessu svo og mörgu öðru, sem að þessum málum lýtur, að þær veiðar séu stundaðar með einhverjum skynsamlegum hætti miðað við gildandi lög. Auk þess hef ég haldið því fram að þessi brot á gildandi löggjöf í sambandi við netaveiðar geri það að verkum að sá afli, sem á land berst, sé miklum mun lélegri vara heldur en ef veiðarnar væru stundaðar innan þeirra takmarka sem gildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Það liggur í augum uppi.

Það var sem sagt, eftir því sem ég best man, einróma álit þessarar n., að eitt af meginverkefnunum, sem nú væru fram undan, væri að herða eftirlit með veiðum, koma í veg fyrir bæði smáfiskadráp og annað, sem því fylgir, og að það ætti að vera fyrst og fremst leiðarljós n. og stjórnvalda að gera tilraun til þess að búa svo um hnúta í þeirri löggjöf, sem nú er fyrirhugað að setja, að sýnt væri að við stefndum að því að haga þessum málum með miklum mun skynsamlegri hætti en hingað til hefur gerst. Eitt af því, sem n. var sammála um, var að stefna ætti að því að auka svo eftirlit landhelgisgæslunnar og eftirlit Hafrannsóknastofnunar að staðsett skyldi og gert út eitt eftirlitsskip í hverjum landsfjórðungi. Þetta er auðvitað nauðsynlegt, en kostar að sjálfsögðu mikið fé. Ég hélt því fram strax í n. að að sjálfsögðu væri ég einróma samþykkur þessari afstöðu, en slíkt þýddi að sjálfsögðu ekki að setja í lög nema því aðeins að jafnhliða væri tryggt fjármagn til þess að hægt væri að framkvæma það. Og það hefur komið á daginn að ríkisstj. hefur ekki talið sér fært að sjá fyrir því fjármagni sem óneitanlega þarf til þess að slíkt geti átt sér stað. Það hefði verið miklum mun æskilegra allra hluta vegna og ekki síst vegna þess herta eftirlits, sem mjög nauðsynlegt er að komist á, að hægt hefði verið að hrinda þessu í framkvæmd. En það verður auðvitað að horfast í augu við þá staðreynd, ef fjármagn fæst ekki til þessa eins og annars, þá er um tómt mál að tala um að framkvæma það. Í stað þess að setja inn í frv. að gert skyldi út eitt slíkt skip í hverjum landsfjórðungi, þá er gert ráð fyrir í 8. gr. að stefnt skuli að því að auka eftirlit landhelgisgæslunnar með sérstöku eftirlitsskipi.

Þó að ég segi þetta, þá þykist ég vita að fullkominn vilji er fyrir því af hálfu stjórnvalda að auka þetta eftirlit, þó að það verði ekki gert fyllilega í samræmi við það sem ítrustu óskír n. voru. Og þó að ekki sé sterkara að orði kveðið heldur en gert er ráð fyrir í þessu frv., þá er enginn vafi á því að vilji manna er til þess að herða þetta eftirlit og auka frá því sem það nú er. Einnig er gert ráð fyrir því í frv. að trúnaðarmenn sé heimilt að setja um borð í veiðiskip og með því að auka mjög á eftirlit í þessum efnum, sem eins og margoft hefur komið fram er mjög nauðsynlegt, og vel má vera að sú leiðin sé æskilegri. Það er enginn vafi að hún kemur að gagni. Hvort hún kemur að meira gagni heldur en hin, það skal ég ekki um segja. A.m.k. verður hún ódýrari í framkvæmd, en er eigi að síður til mikilla bóta frá því sem nú er.

Þá er eitt atriði, sem mikið hefur verið rætt á undanförnum árum. Það er í sambandi við hinar margumtöluðu skyndilokanir. Ég held að það sé enginn vafi á því að menn eru almennt að verða um það meira sammála að sú aðferð að beita skyndilokunum í sambandi við eftirlitið á fyllsta rétt á sér og nauðsynlegt að búa þannig um hnúta að hana sé hægt að framkvæma með sem mestum árangri. Mörgum hefur þótt og það líklega ekki að ástæðulausu að þær skyndilokanir, sem viðhafðar hafa verið á undanförnum árum, taki það langan tíma að nauðsynlegt sé að gera þá breytingu á að þetta sé hægt að gera svo að segja á stundinni þegar vart verður við óeðlilega mikið magn smáfisks sem veiðist á tilteknu svæði. Og það er einmitt að finna í þessu frv. ákvæði um þetta, að ákvörðun um skyndilokun sé hægt að taka á svo stuttum tíma að það sé með ólíkindum annað en það ætti að koma að fullum notum. Að vísu er gert ráð fyrir því að slík ákvörðun gildi ekki nema í tvo sólarhringa, menn telja ýmsa meinbugi á því að láta slíka skyndiákvörðun gilda lengur, en í öllum tilvikum ætti að vera á þeim tíma hægt að ganga úr skugga um hvert réttmæti þessarar lokunar er, og enginn vafi er á því að þetta ákvæði verður til þess að tryggja það að skynsamlegar verði að þessum málum staðið eftir en áður.

Ég skal ekki fara öllu meira út í einstakar greinar eða einstök ákvæði frv. Það hefur sjálfsagt komið fram í framsöguræðu 1. flm., en ég vil þó aðeins víkja að enn einu ákvæði frv., en það er í sambandi við refsingar sem beita á gegn brotum. Nú er ég einn af þeim mörgu, vil ég segja, sem verið hafa þeirrar skoðunar að refsiákvæði í sambandi við þessi mál og refsingar hafa verið a.m.k. í framkvæmd það óverulegar að í mörgum, kannske fjölmörgum tilvikum, hefur mönnum þótt borga síg að brjóta viðkomandi löggjöf þrátt fyrir það að þeir ættu yfir höfði sér augljóslega refsingu samkv. gildandi lagaákvæðum. Þetta hefur, að ég held, margoft sannast. Það er því full ástæða til þess að reyna að koma málum þessum þann veg fyrir að menn a.m.k. frekar en nú er veigri sér við því að framkvæma slík lögbrot eins og í allt of mörgum tilvikum hefur átt sér stað, ekki hvað síst nú á þeim tíma sem við stöndum í styrjöld við aðra þjóð vegna rányrkju hennar hér á miðum og ólöglegra fiskveiða. Það er hryggilegt að á sama tíma skuli það gerast að ótalmörg dæmi liggi fyrir um að íslendingar sjálfir hagi sér með sama hætti og þeir veiðiþjófar frá Bretlandi sem hafa verið hér á miðunum.

Sjálfsagt greinir menn á um það hvaða leið sé best til að fá sem skynsamlegasta lausn á þessum málum. En það er nýmæli í þessu frv. að auk þess, eins og verið hefur, að hægt sé að svipta viðkomandi skipstjóra skipstjórnarréttindum í tiltekinn tíma, þá sé einnig hægt að svipta viðkomandi skip veiðileyfi í tiltekinn tíma. I;g held einmitt að það sé þetta sem sé nauðsynlegt að koma á. Menn vita að þó að viðkomandi skipstjóri hafi verið sannur að sök og sviptur skipstjórnarréttindum í svo og svo langan tíma, þá hefur í framkvæmd verið svo að fundnir hafa veríð leppar til þess að fullnægja forminu, þannig að viðkomandi einstaklingur hefur eftir sem áður verið sá sem stjórnað hefur og ráðið, en nafn einhvers annars hefur verið skráð á viðkomandi skjöl sem þurft hefur að útfylla til þess að fullnægja öllum formsatriðum. Það er því enginn vafi á því að með því að koma inn í löggjöf að heimilt sé að svipta viðkomandi skip veiðileyfi, þá kemur það til með að sporna mjög við því að framkvæmd séu þau lögbrot, sem menn hafa haft fyrir augunum margoft á hverju einasta ári. Ég er því þeirrar skoðunar að hér sé ekki ofgert í sambandi við aukið aðhald Í þeim efnum að reyna að koma Í veg fyrir lögbrot, það mætti ganga lengra að mínu viti. En ég tel þetta þó svo til bóta að það sé sjálfsagt að reyna það.

Ég skal svo ekki, virðulegi forseti, hafa þessi orð öllu fleiri. Ég er ekki á þessari stundu a.m.k. með neinar brtt. í huga og hef ekki ætlað mér, þó að ég hafi haft fyrirvara um flutning málsins, að flytja brtt. Vel má vera að mál snúist svo að nauðsynlegt sé að gera slíkt. En ég held að það sé nauðsynlegt að sem viðtækust samstaða náist hér á Alþ. um að koma þessu máli nú Í höfn. Ég geri mér ljóst að það er með marga hv. þm. eins og mig, að nokkuð er hér og kannske margt sem menn hefðu kosið að fyrir væri komið með öðrum hætti, en það er nauðsynlegt að koma þessu í framkvæmd nú. Hér eru mörg nýmæli sem eru að mínu viti til bóta frá því sem er í gildandi lögum — nýmæli í þá átt að halda skynsamlegar á málum, ekki síst Í því ástandi sem nú er, heldur en gert hefur verið. Ég tel að það sé því nauðsynlegt, þrátt fyrir það að ég hefði kosið margt á annan veg, að koma þessum jákvæðari atríðum til framkvæmda, og ég vænti þess að a.m.k. þetta frv. fari í gegnum þingið án þess að í meginatriðum verði miklar breytingar á því gerðar.