17.05.1976
Efri deild: 117. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4428 í B-deild Alþingistíðinda. (3841)

268. mál, hafnalög

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 839 er frv. til I. um breyt. á hafnalögum, nr. 45 frá 24. apríl 1973. Efni frv. er afar einfalt og það eru tvö atriði sem þar skipta máli.

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að við ákvæði um tekjur Hafnabótasjóðs bætist að þegar um er að ræða löndun eða afskipun utan hafnarsvæða, eins og á sér stað, þá hefur ekki verið hægt að láta greiða hafnargjöld af slíkri meðferð vöru, en nú er gert ráð fyrir að það verði og þá verði þar sama hafnargjald og er í næstliggjandi höfn. Þetta þýðir að loðna, sem hefur verið skipað upp í skip, tilheyrir þessu. Sama er að segja um olíu, sem er skipað upp utan hafnarsvæða. Það er gert ráð fyrir að þessar tekjur gangi til Hafnabótasjóðs og þar með auki hans tekjur.

Undanskildir þessum tekjumöguleikum eru smábátar sem eru 30 tonn og minni. Það stafar af því að menn eru að hugsa um að það sé ekki farið að leggja gjaldið á grásleppuveiðar eða þess háttar.

Hitt atriðið er, að Hafnabótasjóð skortir lánsheimild til þess að geta tekið það lán sem hann er að taka núna. Er lánsheimildin hækkuð upp í 750 millj. úr 350, þannig að það er tvöföldun, en brýna nauðsyn ber til þess.

Um þetta mál var samstaða í hv. Nd. Hún gerði þá breytingu á frv. að taka af öll tvímæli um smábáta sem veiða grásleppu eða þess háttar, en önnur breyting var þar ekki gerð.

Nauðsyn ber til að þetta frv. fái afgreiðslu á þessu þingi því að annars getur Hafnabótasjóður ekki tekið við því láni sem hann á ótekið og þarf ekkert nema skrifa undir. Ég treysti því að hv. d. verði fljót að afgreiða þetta frv. og legg til að að lokinni þessari umr. verði því vísað til hv. samgn.