17.05.1976
Efri deild: 118. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4468 í B-deild Alþingistíðinda. (3883)

115. mál, íslensk stafsetning

Axel Jónsson:

Herra forseti. Vegna þeirra umr., sem hér hafa átt sér stað um væntanlega afgreiðslu þessa máls, þá vil ég sem formaður menntmn. lýsa því hér yfir að verði málinu vísað til n. í kvöld, þá mun ég boða til fundar á morgun, í fyrramálið, um málið og kalla þar til fundar nokkra menn sem ég hef þegar ákveðið í huga og má vera að meðnm. mínir hafi fleiri í huga heldur en þar er um að ræða. Okkur hefur greint á efnislega um afgreiðslu í hv. menntmn., en til þessa hefur ekki orðið ágreiningur um meðferð þeirra mála sem við höfum afgreitt í vetur. Og ég vonast til þess að hv. n. beri gæfu til þess að geta afgreitt málið frá sér þannig að það sé ekki ágreiningur um sjálfa málsmeðferðina, þó að menn greini efnislega á um málið sjálft.