15.02.1977
Sameinað þing: 51. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2066 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

98. mál, flugsamgöngur við Vestfirði

Fyrirspyrjandi (Sigurlaug Bjarnadóttir) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins benda á að gefnu tilefni að þessi fyrirspurn var lögð fram í byrjun des. og þó svo færi, að hún sé fyrst að koma til umr. núna, þá er náttúrlega ekki vonlaust um að það komi til við næstu fjárlög að þetta verði haft í huga. En vissulega var hún borin fram á sínum tíma með það í huga að hugsanlega mætti taka tillit til hennar við gerð fjárlaga. Því miður varð það ekki. En koma dagar og koma ráð, og ég vona það og ég vænti þess fastlega, að það, sem við höfum bent á hér sem aðalatriði, er að Vestfirðir hafa þarna óumdeilanlega sérstöðu, sem verður að taka sérstakt tillit til.