16.02.1977
Neðri deild: 50. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2115 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

161. mál, heimild til að selja Húseiningum hf. húsnæði Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði

Jón Skaftason:

Herra forseti. Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að ræða efnislega innihald frv. sem var verið að ljúka við að mæla fyrir, heldur aðeins fara þess á leit við þá n., sem frv. fær til meðferðar, að hún sendi það stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins, sem er síldarútvegsnefnd skv. lögum, svo að hún geti átt þess kost að koma að sjónarmiðum sínum í sambandi við frv. og alþm. geti átt þess kost að kynna sér þau áður en þeir taka endanlega afstöðu til þess.