27.04.1977
Neðri deild: 74. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3802 í B-deild Alþingistíðinda. (2740)

211. mál, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um heimild fyrir ríkisstj. til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en þær breytingar voru samþykktar af stjórn sjóðsins í marsmánuði 1976. Í aths. með lagafrv. er gerð almenn grein fyrir Alþjóðagjaldeyris­sjóðnum, gerð grein fyrir því með hverjum hætti þessar breytingar og þessir viðaukar við skipu­lagsskrána hafa orðið til, og rakið nokkuð ítar­lega hverjar þær breytingar eru sem hér er um að tefla. Með þessu frv. er prentuð skipulags­skráin á ensku, en hefur verið útbýtt til þm. þýðingu hennar á íslensku.

Ég sé, herra forseti, ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta frv. og leyfi mér að vísa til aths. Frv. hefur verið til meðferðar hjá hv. Ed. og verið afgreitt þar. Ég leyfi mér að leggja til að því verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. fjh.- og viðskn.