28.04.1977
Efri deild: 71. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3878 í B-deild Alþingistíðinda. (2853)

228. mál, sala hlutabréfa í Íslensku matvælamiðstöðinni hf.

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til 1. um heimild til sölu hlutabréfa í Íslensku matvælamiðstöð­inni hf. til erlendra aðila og leggur til að frv. verði samþykkt. Það kom fram við 1. umr. máls­ins að þetta hlutafélag hefur ekki starfað neitt í mörg ár og eignir þess eru harla litlar, þar sem það hafði, á meðan það annaðist rekstur, safnað miklum skuldum. Þær hafa að vísu lækk­að nokkuð, þar sem það gat leigt húsnæði það sem það starfaði í og gekk leigugjaldið til greiðslu á þeim skuldum. Nú eru aðeins tvö ár þangað til þessi leigusamningur rennur út, en verði hlutabréfin seld núna mun vegna þessa leigu­samnings fást nokkuð fyrir þau. Mun þá fást að mestu eða öllu leyti endurgreitt það sem tapaðist á rekstrinum fyrstu árin. Það er þess vegna sem farið er nú fram á það að fá heimild til að selja hlutabréfin til erlendra aðila.