28.04.1977
Efri deild: 73. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3879 í B-deild Alþingistíðinda. (2864)

21. mál, leiklistarlög

Frsm. (Axel Jónsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 572, mælir menntmn. með samþykkt þessa frv. sem hér er á dagskrá. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru þeir Ingi Tryggvason og Þorv. Garðar Kristjánsson.

Efni þessa frv. er í fyrsta lagi það, að hægt er að skipta leikfélögum niður í A- og B-flokka, eins og nú er í lögum, og í öðru lagi, og það er kannske meginnýmælið, er stofnun leiklistar­ráðs sem þarna kemur fram. Leiklistarráð er ólaunað, af þessu ber ríkissjóður engan kostnað, en þess er vænst að sú skipan megi verða til þess að styrkja og efla sér í lagi áhugaleik­félögin og starfsemi þeirra í landinu.

Ég endurtek síðan að menntmn. mælir með því að frv. verði samþ. óbreytt.