28.04.1977
Neðri deild: 78. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3896 í B-deild Alþingistíðinda. (2895)

221. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Sigurður Magnússon:

Hæstv. forseti. Ég tel að það sé nauðsynlegt að ég bæti svolitlu við þær umr., sem hér hafa farið fram, vegna þeirra rangfærslna, sem hér eru hafðar í frammi, og vegna þeirra orða sem hv. þm. Benedikt Gröndal mælti hér áðan.

Ég ætla þá að byrja á að rifja aðeins upp sögu þeirra vinnubragða sem átt hafa sér stað í iðnn. í sambandi við mengunarþátt verksmiðj­unnar. Og þá vil ég minna í upphafi á það, að þessi mál var ekki hægt að ræða að neinu gagni í n. fyrr en tillögur Heilbrigðiseftirlits ríkisins lægju fyrir. Nm. fengu þá fulltrúa frá Heil­brigðiseftirlitinu á sinn fund og spjölluðu við þá og höfðu af því mikið gagn. Hins vegar taldi Heilbrigðiseftirlit ríkisins á þeim fundi að það væri ekki í þess verkahring að afhenda okkur nm. till. sínar um gerð starfsleyfis, till. þeirra væru till. til heilbrrh. eða heilbrrn. Till. þess­ar eru gefnar út 10. jan. Eftir þennan fund, mjög svo fróðlega og góða fund með forráða­mönnum Heilbrigðiseftirlits ríkisins í iðnn. Nd., fór ég þess á leit við heilbrrn. að mér væru afhentar þessar till. svo að ég gæti kynnt mér þær og verið við því búinn að fjalla með eðli­legum hætti um starfsleyfið þegar það kæmi til afgreiðslu Alþ. um leið og frv. Svörin við þessari ósk voru þau, að till. þessar yrðu ekki afhentar eða gerðar opinberar fyrir en starfsleyfi væri frágengið. Mér þótti þetta strax nokkuð grun­samlegt, að okkur þm. í iðnn., sem erum að fjalla um málið, væri ekki gefinn kostur á að kynna okkur þær ítarlegu till. og grg., sem með þeim fylgdu, fyrr en á síðustu stundu, en lét þar við sitja og gerði mér vonir um að það gæfist þó tóm til að kynna sér þær áður en málið væri afgreitt frá Alþ. Síðan gerðist það sem menn muna, að margra vikna dráttur verð­ur á því að málin komi til afgreiðslu Alþ. Og það er öllum ljóst, sem þetta mál þekkja, og það hefur enginn neitað því, að það stóð fyrst og fremst á því allar þessar vikur að samkomn­lag næðist milli heilbrrn. og Járnblendifélags­ins um gerð starfsleyfis. Ég efast ekki um að heilbrrh. og rn. hans hefur reynt eftir fremsta megni að spyrna þar við fótum og fá till. Heil­brigðiseftirlitsins í gegn, þótt hann á endanum guggnaði á hví að miklu leyti.

Síðan gerist það, að loksins þegar mér eru sem þm. og nm. í iðnn. Nd. afhentar þessar till. Heilbrigðiseftirlits ríkisins, sama daginn og mál­ið á að fara til 2. umr. hér á Alþ., þá eru mér afhent þessi gögn sem trúnaðarmál og skýrt tekið fram við mig af hv. formanni n., að það sé ekki ætlast til þess að farið sé að vitna í þessar till. og lesa þær upp hér á Alþ. og þess vegna sé þetta merkt: „Trúnaðarmál“. Við minn­umst síðan umr. um það hér á Alþ. utan dag­skrár, um málsmeðferð, og það var heilbrrh. sjálfur sem kom hér upp og gerði flokksbróður sínum, hv. þm. Ingólfi Jónssyni, skömm til og afnam þetta, að málið væri trúnaðarmál, af því að hann sá að það var ekki hægt að standa þannig gagnvart þm. við að ræða svo mikilvægt mál.

Þannig er forsaga þessa máls. Það er í lengstu lög reynt að halda till. Heilbrigðiseftirlits ríkis­ins sem leyniplaggi. Og eftir að hafa kynnt sér þær till. kemur það engum á óvart, því að till. Heilbrigðiseftirlits ríkisins eru skornar nið­ur, ekki í tveimur atriðum, eins og hæstv. heil­brrh. sagði í þessum ræðustól á Alþ., — sagði að þær hefðu verið skornar niður í tveimur atrið­um, að öðru leyti væri um að ræða aðra upp­röðun efnis. Ég held að ég fari með þetta nokkurn veginn orðrétt. Þetta var ekki rétt. Till. er breytt sennilega í einum 15 eða 20 atriðum og í mjög veigamiklum atriðum. Ég get nefnt í því sambandi mengunarmörk, sem voru ákveð­in í till. Heilbrigðiseftirlits ríkisins á brennisteinsinnihaldi hráefna sem verksmiðjan á að nota, og það er vitað, að mengun verksmiðjunnar ræðst mikið af því, hvers konar hráefni er verið að nota, hvort það er gott eða vont og hvaða innihald það hefur af eiturefnum. Þess­um mengunarmörkum er breytt og ákveðið að leyfa 25% meira brennisteinsmagn í þessum hrá­efnum, þrátt fyrir það að mengunarreglur í okk­ar nágrannalöndum séu strangari. Og sama er í sambandi við mengunarmörk hvað varðar rykmengun. Þar eru till. skornar niður við trog. Ég hef áður getið um það atriði sem varðar verksmiðjuna í bilunartilfellum. Að öðru leyti ætla ég ekki að fara að rekja þetta í smáatrið­um. Þetta er til í þingtíðindum og verður lengi í minnum haft og ekki síst afstaða Alþfl. í þessu máli.

En ég vil líka að annað komi hér fram sem ég hef ekki áður tilkynnt hv. þm., að eftir að mér voru afhentar till. Heilbrigðiseftirlits ríkis­ins og starfsleyfið hafði verið gefið út, þá ósk­aði ég eftir því við hv. formann iðnn. Nd. að hann leitaði skriflegrar umsagnar Heilbrigðis­eftirlits ríkisins um endanlegt starfsleyfi. hann sagðist ekki gera það. Hann sagðist láta sér nægja að spjalla við þá í síma, og hann hefur nokkrum sinnum vitnað til þeirra símtala hér, innihald þeirra hefði verið það, að Heil­brigðiseftirlit ríkisins og starfsmenn þess, sem eru góðir og gegnir menn eins og till. þeirra hafa sýnt, væru í aðalatriðum samþykkir starfsleyfinu eftir því sem ástæða væri til o. s. frv. Um þetta vil ég einungis segja það, að það er kannske ekki hægt að ætlast til þess að embættis­menn ríkisins, sem eru búnir að ganga frá mjög vönduðum till. sem þeir hafa unnið að um nokk­urt áraskeið og ferðast til þess vítt um heiminn og kynnt sér reglur nm þetta í nágrannalönd­um okkar og lagt þessar till., lokaniðurstöður sínar, fyrir viðkomandi rn., þeir fari, eftir að rn. er búið að afgreiða till. þeirra og gefa út starfsleyfið eins og það á að gera samkv. lög­um, í hár saman við það rn. sem þeir heyra undir. Ætlast hv. formaður iðnn. Nd. til þess að embættismenn ríkisins vinni svona? Vita­skuld ekki. Þeir voru búnir að gera skyldu sína og till. þeirra lágu fyrir. Það hefur hins vegar komið fram, og það verður leiðrétt ef það er rangt, það hefur komið fram í störfum Ed., þeirrar n. sem þar fjallar nú um málið, að þar hafa þessir fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mætt og þeir hafa sagt þar að þeir hafi ekki verið viðriðnir endanlega afgreiðslu starfsleyfisins og það hafi ekki verið borið undir þá.

En víkjum þá aðeins að öðru. Er þá nokkuð furðulegt í sjálfu sér, þegar málið er athugað, að það skuli þurfa að standa í margra vikna stappi til þess að afgreiða starfsleyfið, þegar haft er í huga hvernig frá þessum málum er gengið í frv. sjálfu og í þeim samningum, sem búið er að gera við hinn norska aðila? Ég hafði satt að segja ekki leitt hugann að því orða­lagi sem er í 9. gr. þessa frv., þar sem fjallað er um umhverfis- og öryggismál. En ég ætla að lesa það upp hér í hv. Alþ., af því að í ljósi þess, sem gerst hefur, er þetta nokkuð merki­leg klausa. Þar segir orðrétt, með leyfi hæstv. forseta:

„Í samræmi við ákvæði þessarar greinar hefur Járnblendifélagið sótt um starfsleyfi frá heilbr.- og trmrn. Járnblendifélagið skal leitast við að afla þess leyfis með skilmálum, sem hluthaf­arnir geta fallist á, svo fljótt sem unnt er.“

Þar með höfum við það. Járnblendifélagið skuldbindur sig til þess samkv. því frv., sem hér liggur fyrir, að reyna að útvega starfsleyfi fyrir verksmiðjuna með þeim skilyrðum eða skil­málum sem hluthafarnir geta sætt sig við. Og hverjir eru hluthafarnir? Jú, vissulega erum við íslendingar hluthafar að þessu. En sá hluthafi, sem kannske ræður mestu um þetta og er ráð­gjafinn í þessum efnum, hinn norski aðili, Elkem­ Spigerverket, sá aðili sem á að vera með tækni­þekkinguna á sínum höndum og hönnun mann­virkja, vitanlega á hann að vinna að gerð starfs­leyfis með þeim skilmálum sem hann getur sætt sig við. Eftir að hafa hugleitt þetta fer maður að skilja. Hvers vegna er búið að breyta hönn­un á innra kælikerfi verksmiðjunnar? Hvers vegna er búið að breyta till. Heilbrigðiseftirlits ríkisins um hæð reykháfa þótt þar sé farið eftir algildum reglum í okkar nágrannalöndum? Hvers vegna er búið að breyta því ákvæði, að ekki séu opin loft eða loftristar milli hæða í húsinu til að koma í veg fyrir að rykmengun frá verstu vinnustöðum berist um allt hús? Vitaskuld vegna þess að skilmálar hins norska aðila hafa verið um annað. Það er þeirra tæknideild og þeirra hönnuðir sem leggja til hvernig verksmiðjan verði byggð, og þeir eiga vafalaust upplýsingar um það og vita hvað hentar þeim.

Þar með er ég í nokkrum orðum búinn að rifja upp söguna um vinnubrögð n. í sambandi við gerð starfsleyfisins. Sú saga verður ekki Alþfl. eða hv. þm. Benedikt Gröndal til sóma þó að hann reyni að hafa hátt í ræðustól á Alþ. Hins vegar hefði maður kannske vonast til þess, að þm. Alþfl. eins og hv. þm. Sighvatur Björgvins­son, einn af þeim ungu mönnum sem var löng­um talið að væru róttækari í Alþfl. og ekki eins bundnir á þann klafa sem hinir eldri þm. eru, þeir létu í sér heyra í svona máli. Það er ábyggilega beðið eftir því af fólkinu í land­inu að þeir sýni andstöðu í máli eins og þessu. Við vitum um sögu Alþfl. í sambandi við stór­iðju á Íslandi. Hann ber alla ábyrgð eins og Sjálfstfl. á gerð samningsins í Straumsvík, og alþfl.-menn eru farnir að skammast sín fyrir það í dag. Þeir virðast ekki hafa lært lexíuna nægilega vel. En maður vonaði í lengstu lög að hinir yngri menn í Alþfl. tækju aðra stefnu.

Síðan aðeins að lokum í sambandi við vinnubrögð hv. meiri hl. iðnn. Nd. sem hefur oft verið rætt um. Það er eitt atriði í sambandi við það. Í nál. sínu vitna þeir til umsagnar Náttúruverndarráðs frá því 1975 er málið var þá hér á Alþ., þótt þeir viti jafnvel og ég að síðan þá hafa margar forsendur um verksmiðjurekst­urinn breyst, og þeir vita að Náttúruverndarráð er búið að skrifa fjölmörg bréf til Heilbrigðis­eftirlits ríkisins um þær breytingar og láta skoðanir sínar í ljós. Og fulltrúar Náttúruvernd­arráðs, m. a. hv. fyrrv. þm. Eysteinn Jónsson, hafa komið á okkar fund og gert grein fyrir þeirra sjónarmiðum. Þrátt fyrir allt þetta er í nál. meiri hl. vitnað til gamalla bréfa og gamalla umsagna Náttúruverndarráðs frá því 1975. Eru þetta heiðarleg vinnubrögð á Alþ? Eru þetta þingleg vinnubrögð? Ég segi nei.

Ég er með hér í höndunum bréf frá Náttúruverndarráði, skrifað seint á árinu 1976, um þetta mál. Ég veit að hv. þm. Benedikt Gröndal hefur líka fengið þetta bréf, þannig að honum er efni þess vel kunnugt. Þar kemur skýrt og skorinort fram, að Náttúruverndarráð setur mjög ströng skilyrði varðandi verksmiðjuna, t. d. í bilunartilfellum, og leggur til að reksturinn verði stöðvaður, svo sem gert hafði verið ráð fyrir 1975 þegar það gaf umrædda jákvæða um­sögn. Nú hefur þessu verið breytt og umsögn­in því ógild, hin gamla umsögn. Í þessu bréfi og öðrum bréfum, sem það hefur sent, koma líka fram miklar áhyggjur Náttúruverndarráðs vegna þess, hvernig með eigi að fara þann úr­gang sem kemur frá verksmiðjunni. Þegar málið var til umr. 1975 var gert ráð fyrir að endur­vinna úrganginn 70%. Það var búið að ganga frá því þannig í uppkasti að starfsleyfi. Þann­ig eru allar þær forsendur, sem Náttúruverndar­ráð gekk út frá þegar það gaf sína jákvæðu umsögn 1975, allt aðrar. Og það eru óheiðar­leg vinnubrögð og röng hjá meiri hl. iðnn. Nd. Alþ. í þessu máli að hafa nál. með þeim hætti sem hér um ræðir. Ég sé að hv. þm. Benedikt Gröndal er skömmustulegur, enda er það ekki furða þegar hann situr undir þessari ræðu.

Víkjum þá aðeins að álverinu í Straumsvík. Fyrr á þinginu í vetur flutti ég ásamt hv. þm. Eðvarð Sigurðssyni frv. um að gerðar væru til­teknar ráðstafanir í sambandi við mengunarvarn­ir í Straumsvík. Í efnisatriðum er það frv. mjög líkt því sem þeir alþfl.-þm. gera ráð fyrir í því frv. sem hér er til umr. Hins vegar er í því það ákvæði sem hefur verið gagnrýnt nú í umr., að rekstur verksmiðjunnar verði stöðv­aður innan árs ef ekki væri búið að uppfylla þau skilyrði sem fram eru sett. Í þessu sam­bandi vil ég segja það, að þegar íslenskir eftir­litsaðilar hafa skrifað þessu ákveðna fyrirtæki bréf og sett fram kröfur opinberra íslenskra aðila um uppsetningu mengunarvarna og meng­unartækja, hreinsitækja, þá hefur í öllum tilfell­um verið miðað við að framkvæmdatími ætti að vera hálft ár. Við leggjum hins vegar til að þarna sé gefinn ársfrestur, enda bundið ströngu skilyrði að reksturinn verði stöðvaður ella. Það hefur hins vegar komið fram, að forsvarsmenn álversins telja sig þurfa 3–4 ár til að verða við þessum óskum. Ég hefði gjarnan viljað spyrja hæstv. iðnrh., — ég hef oft hugsað mér að gera það hér í umr. þegar þannig hefur staðið á, en hann hefur þá ekki verið hér í salnum, — en ég hefði gjarnan viljað spyrjast fyrir um það, hvort ríkisstj. íslenska hyggst ganga að þessum till. forsvarsmanna álversins um 3–4 ára framkvæmdatíma. Það er greini­legt á öllu, ef Benedikt Gröndal væri hafður með í ráðum, að hann hikaði ekki við að gefa slíkan frest, því að honum fannst það mikil frekja af okkur að leggja til að þessi rekstur væri stöðvaður innan árs ef tækin væru ekki komin upp. Ég hef hins vegar undir höndum bréf sem sanna það og sýna, að ástæðan fyrir því að forsvarsmenn álversins fara fram á svo langan tíma er fyrst og fremst sú, að þetta er kostnaðarsamt fyrir fyrirtækið og þeir vilja gjarnan dreifa þeim kostnaði á nokkur ár. En ég spyr: Eigum við íslendingar að taka tillit til slíkra sjónarmiða þegar veruleg hætta stafar af fyrir heilsu starfsmanna og umhverfi verk­smiðjunnar? Ég tel svo ekki vera. Ég tel að það sé hægt að koma þessum tækjum upp á þeim tíma sem gert er ráð fyrir í þessu frv. og hef ýmis plögg sem má færa fram sem rök í því máli.