29.04.1977
Efri deild: 75. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3978 í B-deild Alþingistíðinda. (2955)

51. mál, skotvopn

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins láta í ljós, að ég fellst alveg á þá breytingu sem hv. allshn. leggur til. Ég tel hana til bóta frá því sem 15. gr. er, eins og gengið var frá henni í Nd. Ég tel að það hafi e. t. v. orðið af hálfgerðu slysi að henni var breytt á þá lund sem gert var í Nd., og reyndar var samþ. með eins atkv. mun þessi breyting sem þar var gerð. Menn hafa kannske ekki áttað sig fyllilega á að þetta var orðið mjög opið ef öllu aðhaldi var þarna sleppt úr greininni. Ég vona að menn geti sæst á að afgreiða málið með þessari breytingu.