03.05.1977
Sameinað þing: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4217 í B-deild Alþingistíðinda. (3281)

189. mál, launakjör hreppstjóra

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Allshn. hefur fengið til athugunar og rætt till. til þál. um endurskoðun á launakjörum hreppstjóra, og leggur n. til að hún verði samþykkt.

Eins og fram kemur í grg. þáltill. eru störf hreppstjóra mjög breytileg eftir aðstæðum í hverjum hreppi, en laun þeirra miðast við íbúafjölda. Það virðist óeðlilegt að lögð sé vinnuskylda á þessa aðila frekar en aðra þegna þjóð­félagsins án þess að þeir fái einhver lágmarkslaun miðað við þann vinnutíma sem þeir verja til starfsins. Þess vegna eru nm. sammála um að mæla með því, að það verði athugað hvernig réttur þeirra verði tryggður þannig að komið verði í veg fyrir það.