16.11.1976
Sameinað þing: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

250. mál, aðgerðir vegna langvarandi neyðarástands í atvinnumálum á Bíldudal

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Fyrri liður fsp. hv. þm. er á þá leið:

„Hvaða aðgerðum hyggst ríkisstj. beita til að eðlilegt atvinnuástand geti skapast á Bíldudal?“ Fyrir stuttu komu fulltrúar frá atvinnumálanefnd Bíldudals á minn fund með undirskriftaskjal það er hv. 4. þm. Vestf. gat um áðan, og var það skjal lagt fram á fundi ríkisstj. þá strax á eftir. Ríkisstj. taldi eðlilegt að óska eftir athugunum og umsögn byggðadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins, og hefur hún málið til meðferðar eins og stendur. Því er ekki rétt eða unnt að segja til um bað, hvað ríkisstj. muni gera til úrbóta varðandi atvinnuástand á Bíldudal. En þessi fsp. gefur tilefni til þess að nokkuð sé rakið hvað búið er að gera til úrbóta í atvinnumálum bílddælinga, og vil ég leyfa mér að gera það.

Hinn 5. sept. 1975 afsalaði Fiskveiðasjóður Fiskvinnslunni á Bíldudal hf. frystihúsi, fiskimjölsverksmiðju og fleiru fyrir 11 millj. kr., en matsverð eignanna var þá 20.7 millj. kr. Auk þess var félaginu seld kælivélasamstæða uppsett fyrir 4.6 millj. kr., en söluverð þessara eigna, 15.6 milli. kr., var allt lánað félaginn. Fyrirtækið var endurbyggt og voru endurbæturnar metnar á 65.7 millj. kr., en út á þær framkvæmdir lánaði Fiskveiðasjóður 40 millj. kr. Út á þessar sömu framkvæmdir hefur Byggðasjóður lánað beint 26 millj. kr. og 3 millj. til hreppsfélagsins, eða 33.6% út á heildarmatsverð eignanna. Alls hafa þannig verið lánaðar 84.6 millj. kr. út á eignir sem metnar eru á 86.4 millj. kr., þrátt fyrir það að upphaflegt matsverðmæti á 20.7 millj. kr. væri selt á 11 millj. kr., eins og áður segir.

Byggðasjóður rak Fiskvinnsluna í nokkra mánfjárhæð 9.5 millj. kr. vegna byggingarskulda og hefur ritað Atvinnujöfnunarsjóði heiðni um 3 milli. kr. lán og Landsbanka Íslands um 3 millj. kr. lán, en Byggðasjóður áformar að lána 3.5 millj. kr.

Byggðasjóður rak Fiskvinnsluna á nokkra mánuði 1975. Ekki er enn lokið uppgjöri. Sjóðurinn ber þar mjög skarðan hlut frá borði, en metlð var meira að halda uppi fullri atvinnu.

Þá ber að geta þess, að Atvinnuleysistryggingasjóður veitti 2 milli. kr. styrk til Bíldudals til að halda uppi skelfiskvinnslu, en það fé var greitt fyrir milligöngu hreppsins og Byggðasjóðs.

Vegna kaupa á vélskipinu Hafrúnu. 207 brúttólestir, til Bíldudals lánaði Byggðasjóður 4 millj. kr. og veitti auk þess 15 millj. kr. ábyrgð á greiðslum til seljanda næstu 3 árin. Þá hefur sjóðurinn veitt 5 millj. kr. veðleyfi í bátnum til Landsbanka Íslands vegna lána bankans til vélavíðgerða o.fl.

Sókn hf. á Bíldudal átti vélskipið Andra, 184 brúttólestir. Í sept. 1975 veitti Byggðasjóður þessu fyrirtæki 5 millj. kr. skuldbreytingarlán til að koma skipinu á línuveiðar frá Bíldudal, en í þess stað er skipið selt haustið 1975 til Þorlákshafnar. Í des. sama ár eru Sókn hf. enn lánaðar 2.5 millj. kr. til að gera upp skuldir við hreppinn og vaxtavanskil við sjóðinn.

Ég taldi rétt að þessar upplýsingar kæmu fram sem ég varð áskynja við gagnaöflun í tengslum við athugun á atvinnuástandi á Bíldudal, og ég hygg að fleirum sé farið sem mér, að fremur mætti e.t.v. gagnrýna of mikla fyrirgreiðslu af hálfu lánasjóða en of litla. Hins vegar getur hið alvarlega atvinnuástand á staðnum réttlætt þá málsmeðferð sem ég hef skýrt frá. Varðandi seinni hluta fsp., svohljóðandi:

„Er ríkisstj. reiðubúin til þess, ef Alþ. heimilar, að taka á leigu til eins árs skuttogara er leysi úr brýnustu hráefnisþörf Bíldudals og e.t.v. fleiri staða sem búa við afgerandi hráefnisskort?“

Eins og svar mitt við fyrri líð fsp. bar vitni um, hefur ríkisstj. vitaskuld ekki tekið afstöðu til hvaða aðgerðum beitt skuli til þess að bæta atvinnuástandið eða hvað hún vill leggja til málanna í þeim efnum, svo að úr atvinnuástandinu á Bíldudal verði bætt. Þess vegna er ég ekki heldur reiðubúinn til þess að svara seinni lið fsp. fyrir hönd ríkisstj. En ég vil segja það umsvifalaust mína skoðun, að það sé hæpið að taka á leigu fiskiskip af hálfu ríkisvaldsins til þess að tryggja hráefnisöflun ýmissa staða úti um land. Ég tel að slík hráefnisöflun verði að vera á ábyrgð og undir stjórn viðkomandi staða, svo að eitthvert lag sé á. Ég tel að staðir úti á landi verði allt of háðir ríkisvaldinu ef á að taka upp þann háttinn, að ríkisvaldið taki á leigu togara, hvað þá heldur kaupi togara til þess að tryggja hráefnisöflun til slíkra staða. Ég held að það sé bjarnargreiði gerður slíkum stöðum ef út á þá braut yrði farið. Mér er líka til efs að skuttogari sé falur til leigu í þessu skyni. En ef svo er, þá væri langtum nær að taka hann á leigu fyrir viðkomandi byggðarlag án milliliðar af hálfu ríkisstjórnar.